12.5.2015 | 08:47
Listin að vera góður leiðtogi
Það að vera góður leiðtogi felur í sér ýmsar áskoranir. Þú þarft að vera upplýst/ur og um leið hvetjandi. Þú þarft að geta leitt aðra áfram. Þú þarft líka að þekkja algeng mistök í stjórnun og varast þau!
Dæmi um algeng mistök í stjórnun eru:
- Að einblína á verkefni og gleyma því að þú ert að vinna með fólk (sem hefur væntingar og þarfir eins og þú). Ef þú hugsar vel um fólkið þitt (hrósar því, sýnir því umhyggju o.s.frv.) þá tryggir þú um leið góðan árangur!
- Að horfa framhjá árekstrum eða vandamálum í starfshóp. Fólki gengur misjafnlega vel að vinna saman. Það er bara eðlilegt. En það eru stór mistök að horfa framhjá árekstrum eða vandamálum í starfshóp. Vandamál hverfa sjaldnast af sjálfu sér. Það er þitt hlutverk að taka á þeim.
- Að vera í hlutverki harðstjórans. Það borgar sig aldrei að stjórna með skipunum og yfirgangi. Með því færðu aðra á móti þér. Góður leiðtogi sýnir umhyggju og er sanngjarn og hvetjandi.
- Að vera andsnúin/n breytingum. Breytingar eru óhjákvæmilegar. Þú verður að vera sá fyrsti/sú fyrsta til að samþykkja þessa staðreynd og þú þarft að vera sá/sú sem gerir sem best úr þeim. Þetta snýst allt um viðhorf. Ef þú ert jákvæð/ur, þá er líklegra að aðrir verði það líka.
- Að segja að eitthvað sé erfitt eða ómögulegt. Það að láta hlutina gerast er eitt af mikilvægustu hlutverkum leiðtogans. Það vinnur eingöngu á móti þér að segja að eitthvað sé erfitt eða ómögulegt. Þess í stað skaltu hefja umræðu um það hvað sé hægt að gera, hvaða lausnir koma til greina.
- Að kenna öðrum um mistök. Það er þekkt setning í leiðtogafræðunum að góðir leiðtogar horfa í spegilinn þegar mistök verða og út um gluggann (hrósa) þegar hlutir ganga vel. Þegar uppi er staðið, þá berð þú ábyrgð á árangri teymisins. Ef mistök verða, þá þarf að leiðrétta þau og það er í þínum höndum að gera það!
Brynja Bragadóttir ráðgjafi og markþjálfi hjá Officum ehf. (https://www.facebook.com/pages/Officium/1446642552259600)
Um bloggið
Brynja Bragadóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.