Er þitt fyrirtæki tilbúið í sjálfskoðun?

health check

 

Í þessum pistli ætla ég að fara nokkrum orðum um vinnustaðarmenningu. Með menningu á  ég við ríkjandi hefðir, reglur og norm vinnustaðar („Hvernig hlutirnir eru gerðir hér“). Menningin endurspeglast líka í viðhorfum, væntingum og gildum starfsmanna (heildarinnar).  Öll hegðun fólks og samskipti mótast af menningunni. Á hverjum og einum vinnustað mótast sérstök menning og segja má að engir tveir vinnustaðir hafi eins menningu. Sú menning sem ríkir á hverjum stað getur ýmist verið heilbrigð eða óheilbrigð, þ.e. ýmist haft jákvæð eða neikvæð áhrif á líðan og árangur starfsmanna. Með auknum rannsóknum hefur komið í ljós að heilbrigð menning skiptir miklu máli. Til að mynda getur menning haft áhrif á þætti eins og starfsmannaveltu, fjarvistir og starfsanda (heilbrigð menning – minni velta, minni fjarvistir, betri starfsandi).

Meðal þeirra þátta sem skipta máli í heilbrigðri menningu eru þessir: Öryggi, sköpun, skýr strúktúr, samvinna, sveigjanleiki og áhersla á heilsu/vellíðan.  Fjallað er um þessa þætti í grein eftir Lisa Mooney í veftímaritinu Smallbusiness.chron.com.

Öryggi. Samkvæmt greininni er þessi fyrsti þáttur algjört grundvallaratriði. Til dæmis er mikilvægt að lágmarka hættu á slysum og meiðslum. Þá er allt viðhald (á tækjum o.fl.) mikilvægt.  Starfsmenn ættu líka að hafa skýrar leiðbeiningar um öryggi á vinnustað. Þá er reglulegt áhættumat mikilvægt.

Sköpun. Heilbrigður vinnustaður einkennist af því að því að hvatt er til sköpunar.  Til dæmis er hvatt til reglulegrar hugmyndavinnu. Einnig  að starfsmenn útfæri og kynni nýjar hugmyndir. Þá er hvatt til þess að starfsmenn prófi nýja hluti/aðferðir. Hvatning til sköpunar gerir vinnustaðinn skemmtilegan og nærandi.       

Skýr strúktúr.  Til þess að tryggja góðan árangur, þá þarf strúktúr fyrirtækis að vera skýr. Einnig þarf stefna fyrirtækis að vera skýr. Heilbrigð menning veitir skýran ramma, bæði hvað varðar stefnu og strúktúr. Þá eru hlutverk allra starfsmanna skýr.

Samvinna. Menning þar sem sterk liðsheild ríkir er heilbrigð menning.  Í slíkri menningu hafa allir mikilvægu hlutverki að gegna. Þá skiptir árangur heildarinnar meira máli en árangur einstaklinganna.  

Sveigjanleiki. Vinnustaður þar sem sveigjanleiki ríkir er góður vinnustaður. Til að mynda skiptir það fólk sífellt meira máli að vinnutími sé sveigjanlegur (þar sem slíkt er mögulegt). Rannsóknir sýna að sveigjanleiki eykur bæði tryggð og hollustu starfsmanna.   

Áhersla á heilsu/vellíðan. Að lokum þá einkennir það góðan vinnustað að áhersla er lögð á andlega og líkamlega heilsu. Til dæmis einkennir það góðan vinnustað að fólk sé hvatt til að hreyfa sig og borða holla fæðu. Þá er starfsmönnum kenndar leiðir til að takast á við streitu.

Það er hverju fyrirtæki hollt að horfa reglulega inn á við, að stjórnendur spyrji sig spurninga eins og þessara: Hvar stendur fyrirtækið á þáttum eins og strúktúr, samvinnu og sveigjanleika? Hversu heilbrigð er menningin? Hvað getum við gert til að tryggja sem best heilbrigði starfsmanna og árangur heildarinnar?

Er þitt fyrirtæki tilbúið í slíka „sjálfskoðun“?

Höfundur er sérfræðingur (PhD)  í vinnusálfræði og ráðgjafi hjá Officum ráðgjöf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynja Bragadóttir

Höfundur

Brynja Bragadóttir
Brynja Bragadóttir

 

Brynja Bragadóttir er doktor í vinnusálfræði frá Kent Háskóla í Bretlandi. Brynja er einnig með alþjóðlega gráðu í markþjálfun (NLP coaching). Hún er meðlimur í markþjálfafélagi Íslands og breska sálfræðingafélaginu (BPS). Brynja hefur á síðustu 11 árum starfað á Íslandi, bæði við rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf. Hún rekur í dag ráðgjafarfyrirtækið Officium ehf (www.officium.is).

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kind2
  • 14043
  • umhyggja
  • kind2
  • kona að vinna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband